Styttist í Jósef

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson hefur ekki getað tekið þátt í leikjum Grindavíkur í Lengjubikarnum til þessa. Jósef fór í speglun á hné í desember og hóf endurhæfingu í janúar. Í samtali við Fótbolta.net segist Jósef vonast til að snúa aftur um næstu mánaðamót en mestu máli skiptir að verða klár í slaginn þegar Íslandsmótið hefst.

Hans hefur verið saknað í liði Grindavíkur sem hefur tapað illa í síðustu leikjum sínum. Jósef segist þó ekki hafa neinar áhyggjur.

„Nei nei, það er óþarfi að hafa áhyggjur núna. Ef þetta verður svona í apríl þá förum við að hafa áhyggjur,” segir Jósef.