Grindavík í 3. sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík varð í 3. sæti á Fótbolta.net mótinu í knattspyrnu eftir að hafa unnið FH í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum sjálfum lyktaði með jafntefli 1-1. Magnús Björgvinsson skoraði mark Grindavíkur en Óskar Pétursson markvörður Grindavíkur varði þrjár vítaspyrnur FH-inga í vítakeppninni.

Grindavík var einum leikmanni fleiri frá 20. mínútu þegar Pétur Viðarsson FH-ingur var rekinn af velli.

Vítaspyrnukeppnin: 
0-0 Ólafur Örn Bjarnason brenndi af 
0-1 Matthías Vilhjálmsson skorar 
0-1 Scott Ramsey brenndi af 
0-1 Atli Guðnason brenndi af 
1-1 Alexander Magnússon skorar 
1-2 Albert Brynjar Ingason skorar 
2-2 Tomi Ameobi skorar 
2-2 Guðmann Þórisson brenndi af 
3-2 Ray Anthony Jónsson skorar 
3-3 Brynjar Guðmundsson skorar 
4-3 Óli Baldur Bjarnason skorar 
4-4 Gunnleifur Gunnleifsson skorar 
5-4 Matthías Örn Friðriksson skorar 
5-4 Jón Ragnar Jónsson brenndi af