Líkamsræktarstyrkur til UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Á fundi bæjarráðs lagði bæjarstjóri fram tillögu að styrk til íþróttafélaga í Grindavík á móti kostnaði við líkamsrækt í heilsurækt Actic ehf. í sundmiðstöð Grindavíkur. 

Actic býðst til að selja íþróttafélögum árskortið á 19.900 kr. 

Bæjarráð samþykkir að Grindavíkurbær veiti styrk sem samsvarar því gjaldi sem iðkendur greiða í sund, þ.e. 8.500 kr. Þá verður árgjaldið á hvern íþróttamann 11.400.

Styrkurinn standi leikmönnum meistaraflokka til boða, auk afreksfólks í einstaklingsíþróttunum.