Stórleikur Haraldar dugði skammt

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

ÍG tapaði fyrir Þór 81-89 í 1. deild karla í körfubolta um helgina í uppgjöri botnliðanna. Haraldur Jón Jóhannesson fór á kostum hjá ÍG og skoraði 24 stig en sú frammistaða dugði skammt. Þá skoraði Óskar Pétursson, markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, 6 stig.

Karfan.is ræddi við Davíð Arthur Friðriksson eftir leikinn:

,,Það góða sem ÍG menn taka úr þessum leik er að þetta er alveg hægt ef menn gleyma ekki af hverju við erum í þessu, hafa gaman og berjast fyrir hvorn annan. Okkur ÍG mönnum hlakkar mikið til að spila næsta leik, því þar mætast einu alvöru íslensku liðin í deildinnni og verður það alvöru leikur í Kópavoginum og hvetjum við alla að mæta og styðja við bakið á sínum liðum. Leikurinn fer fram þann 3.feb kl:20 í Smáranum.

Stig ÍG: Haraldur Jón Jóhannesson 24/4 fráköst, Bergvin Ólafarson 17/5 fráköst, Davíð Arthur Friðriksson 13/4 fráköst, Helgi Már Helgason 10/6 fráköst, Guðmundur Bragason 9/12 fráköst, Óskar Pétursson 6, Hilmar Hafsteinsson 2.