Grindavík lagði ÍBV

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann 2-1 sigur á ÍBV í 1. umferð í Fótbolta.net mótinu í Kórnum um helgina. Paul McShane skoraði sigurmarkið.

Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir strax í upphafi leiksins með vel afgreiddu skoti úr teignum eftir undirbúning Gunnars Más Guðmundssonar.

Meira var ekki skorað í fyrri hálfleiknum og staðan því 1-0 fyrir eyjamenn þegar flautað var til hálfleiks.

Pape Mamadou Faye jafnaði metin fyrir Grindavík eftir klukkutíma leik með marki úr vítaspyrnu sem hafði verið dæmd eftir að Yngvi Borgþórsson braut af sér innan teigs og fékk áminningu.

Paul McShane kom Grindvíkingum svo yfir með góðu skoti í teignum þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Pape Mamadou Faye fékk gott tækifæri til að bæta við sínu öðru marki í lok leiksins þegar Grindavík fékk aftur vítaspyrnu en í þetta sinn skaut hann í stöngina utanverða og framhjá markinu. Lokastaðan því 1-2 Grindavík.„Ég hef skorað í þremur leikjum í röð og þetta lítur virkilega vel út. Ég er að smellpassa í þetta lið,” segir Pape Mamadou Faye.

 

Pape markaskorari Grindavíkur flytur til Grindavíkur í febrúar en er hreinskilinn þegar hann er spurður að því hvort hann finni fyrir tilhlökkun.

„Nei. Ég hlakka ekki til að flytja þangað en þetta verður mjög gott fyrir mig. Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessu,” sagði hann við fotbolta.net. Viðtalið við hann má sjá hér.