Alexander Magnússon bakvörður Grindvíkinga er þessa dagana á reynslu hjá Sogndal í Noregi. Alexander vakti athygli fyrir góða frammistöðu með Grindvíkingum á síðasta tímabili en hann var í lykilhlutverki hjá liðinu.
Sogndal er einnig með Svía og Finna á reynslu en þeir munu líkt og Alexander leika með liðinu í æfingamóti um næstu helgi.
,,Magnusson er spennandi bakvörður sem er góður með báðum fótum,” sagði Havard Flo aðstoðarþjálfari hjá Sogndal.
Sogndal rétt bjargaði sér frá falli í Noregi í haust en liðið endaði í fjórtánda sæti í úrvalsdeildinni og sigraði Sandefjord kjölfarið í umspilsleikjum um sæti á meðal þeirra bestu.
Hinn 22 ára gamli Alexander er uppalinn hjá Njarðvík en hann hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin tvö ár.
Frétt: Fótbolti.net