Körfuboltavertíðin í úrvalsdeild karla hefst að nýju á morgun, fimmtudag, eftir jólafrí. Þá tekur Grindavík á móti grönnum sínum í Njarðvík. Grindavík trónir á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki en Njarðvík er í áttunda sæti með 8 stig.
Grindavík og Njarðvík mæta með óbreytt lið til leiks eftir fríið en nokkur lið hafa bætt við sig mannskap eins og KR sem hefur fengið þrjá nýja útlendinga í sínar raðir.
ÍG leikur í 1. deild og hefur leik á föstudag á útivelli gegn FSu. Grindavíkurstelpur sem leika einnig í 1. deild hefja jafnframt leik á útivelli á laugardaginn gegn Laugdælum.