Pílufélag Grindavíkur stendur fyrir stórmóti í pílukasti í Salthúsinu laugardaginn 7. janúar. Keppt verður í sameigilegum flokki karla og kvenna. Fyrirkomulag riðlakeppninnar virkar þannig að þeir sem lenda í efri hluta síns riðils fara í A úrslit. Þeir sem lenda í neðri hluta í sínum riðli mætast síðan í B úrslitum.
Úrslit ráðast með beinum úrslætti í báðum flokkum A og B. Markmiðið er að allir keppendur komist upp úr riðlum og fara áfram í úrslit.
Um er að ræða tvö mót í einu stóru móti sem að þessu sinni verður „ósítað”. Við viljum koma því framfæri að fyrir óreyndari keppnismenn er í boði að færa sig á keppnisrekka með reiknitölvu.
Bikar verður veittur fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki ásamt verðlaunum fyrir hæsta útskot, fæstar pílur og flest 180.
Veitingar verða í boði á staðnum á vægu verði. Húsið opnar kl. 10:30 og skráningu lýkur kl. 11:30
og mótið hefst kl. 12:00 og áætluð mótslok verða á milli 19 og 20, þátttökugjald er kr 2.000.