Grindavík sigraði Val 83-73 í Vodafone-höllinni í gær, en heimamenn höfðu yfirhöndina stóra hluta leiksins. Reynslan kom til bjargar í fjórða leikhlutanum og því stóðu gestirnir uppi sem sigurvegarar. „Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld,” sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í gær.
„Við vorum að elta nánast allan leikinn og þetta var bara skelfilegur leikur af okkar hálfu. Annaðhvort voru Valsararnir svona góðir í kvöld eða við bara svona hrikalega lélegir, ég bara veit það ekki. Við höfum verið að mæta svona til leiks að undanförnu og alltaf komist upp með það, en þetta endar með því að við fáum vel á kjaftinn,” sagði Páll Axel við Vísi.
Grindavík: Giordan Watson 23/6 stoðsendingar, J’Nathan Bullock 19/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1.
Grindavík er efst í deildinni með fullt hús stiga.