Grindvíkingar hafa enn fullt hús stiga á toppi Iceland Express-deildar karla eftir heimsókn ÍR-inga í Röstina, en þar höfðu heimamenn fjórtán stiga sigur, 87-73. Grindavík var í bílstjórasætinu nánast allan leikinn, en gekk á löngum köflum bölvanlega að hrista baráttuglaða ÍR-inga af sér.
Grindavík vann fyrstu þrjá leikhlutana, engan þeirra þó með miklum mun, hafði forystu í hálfleik 41-32 og sóknarleikur var í hávegum hafður í þeim fjórða leikhlutanum, þar sem liðin stóðu á jöfnu.
Grindavík 87-73 ÍR (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)
Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14/4 fráköst, J’Nathan Bullock 13/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 10/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/10 fráköst, Giordan Watson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorsteinn Finnbogason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 3.
Staðan í deildinni:
1. Grindavík 3 3 0 268:229 6
2. Njarðvík 2 2 0 199:154 4
3. Keflavík 3 2 1 277:244 4
4. Stjarnan 2 2 0 201:169 4
5. Snæfell 2 2 0 209:189 4
6. Þór Þ. 2 1 1 185:182 2
7. KR 2 1 1 190:200 2
8. ÍR 3 1 2 274:289 2
9. Fjölnir 3 1 2 274:293 2
10. Haukar 2 0 2 180:200 0
11. Tindastóll 3 0 3 258:289 0
12. Valur 3 0 3 221:298 0