Kvennalið Grindavíkur hefur samið við hinar Brasilísku Rilany Aguiar Da Silva og Viviane Holzel Domingues um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni sumarið 2018. Rilany lék með Grindavík í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili, þar sem liðið endaði í 7. sæti. Hún lék sem bakvörður og kantmaður og skoraði 3 mörk. Rilany kemur aftur til Grindavíkur í lok apríl en hún er nú í verkefni með Brasilíska landsliðinu.
Viviane kom til Grindavíkur á miðju tímabili í fyrra og vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu í markinu. Hún kemur til Grindavíkur í lok febrúar. Grindvíkingar eru mjög ánægðir með að fá þær stöllur aftur til sín fyrir tímabilið 2018. Þær eru báðar frábærir leikmenn og miðla reynslu sinni til yngri leikmanna liðsins.