Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tryggði sér bikarmeistaratitilinn í 10. flokki stúlkna síðastliðinn föstudag þegar þær unnu nágranna okkar úr Keflavík, 56-44. Þessi lið hafa verið í algjörum sérflokki í þessum árangri undanfarin ár en þetta var annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum, og jafnframt annað árið í röð sem Grindavík fór með sigur af hólmi.

Lykilmaður leiksins var Anna Margrét Lucic Jónsdóttir, en hún skoraði 20 stig í leiknum og bætti við 2 fráköstum og 3 stolnum boltum.

Karfan.is hélt myndarlega utan um bikarhelgina og gerði leiknum góð skil:

Grindavík bikarmeistarar í 10.flokki stúlkna!

Nú í kvöld mættust nágrannaliðin Keflavík og Grindavík í úrslitaleik bikarkeppninnar í 10.flokki stúlkna. Leikurinn fór skemmtilega af stað en liðin skiptust á að skora til að byrja með en í lok 1.leikhluta fóru Grindvíkingar aðeins að stíga frammúr nágrönnum sínum og tóku 8 stiga forystu sem þær héldu út fyrsta leikhluta og byggðu svo á í 2.leikhluta en þegar liðin gengu til hálfleiks þá var staðan 15-24 Grindavík í vil. Í fyrri hálfleik voru Keflvíkingar í miklum erfiðleikum en stúlkurnar úr Grindavík voru búin að taka 25 fráköst í fyrri hálfleik og þar af 12 sóknarfráköst.

3.leikhluti fór frábærlega af stað fyrir Keflavík en þær náðu góðu áhlaup í byrjun þriðja leikhluta og hertu vörnina mikið og sást að þær voru aldeilis ekki tilbúnar til að gefast upp í þessum bikarúrslitaleik. En fljótlega eftir þetta frábæra áhlaup virtist allur vindur vera úr Keflavíkurliðinu en þær náðu engum skotum á körfum vegna frábærar varnar Grindavíkur og voru Keflvíkingar einnig að kasta boltanum mikið frá sér og gengu Grindvíkingar á lagið. Fremst þar í flokki var Anna Margrét Jónsdóttir en hún ásamt mörgum öðrum voru að spila frábæran leik í Grindavíkur liðinu.

Staðan fyrir 4.leikhluta var 29-41 Grindavík í vil. Grindvíkingar spiluðu frábæran körfubolta í 4.leikhluta og hittu risa körfum sem tryggðu þeim öruggan sigur hér í kvöld en lokatölur voru 44-57 Grindavík í vil.

Lykillinn

Frábær leikur Önnu Margrétar hjálpaði Grindavíkur liðinu heilmikið en hún skoraði alls 20 stig fyrir Grindavík. En það sem skóp þennan sigur í kvöld verða að vera fráköstin og þá sérstaklega sóknarfráksötin sem Grindavík tók en þau voru alls 18 talsins og nýttu þær sér færin vel sem þær fengu í kjölfarið af þeim.

Vesenið

Frákastavesen Keflvíkinga reyndist þeim erfitt í kvlöld og verður þeim svolítið að falli. Grindavík tóku alls 18 sóknarfráköst í leiknum og náðu oftast að skora eftir að hafa tekið frákastið. Einnig voru Keflavík mikið að tapa boltanum þegar þær voru að byggja upp sókn og hleyptu Grindvíkingum í skyndisóknir sem þær nýttu sér vel.

Samantektin

Skemmtilegur leikur í kvöld þar sem tvö frábær lið mættust og verður svo sannarlega skemmtilegt að fylgjast með þessum frábæru körfuboltastelpum í framtíðinni. Grindavík hittu á betri dag en Keflavík í kvöld og settu niður risa stór skot en risastórt hrós fer á Keflavíkur liðið fyrir að gefast aldrei upp og spila flottan körfubolta.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, viðtöl / Axel Örn

Myndir / Bára Dröfn

Viðtöl:

Anna Margrét, Lykilmaður leiksins

Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari