Hin árlega dósa- og flöskusöfnun meistaraflokks kvenna í körfunni hefur verið frestað aftur, vegna veðurs. Stelpurnar stefna þó ótrauðar á að ná í þessa dósir og flöskur, og sendu smá orðsendingu á Facebook-síðu körfunnar áðan:
„Hvað haldið þið kæru Grindvíkingar. Við í kvennaliðinu ætluðum okkur heldur betur að labba í hús á Sunnudaginn og safna flöskum en þessi magnaði veðurguð er okkur erfiður !!! Spáin er hreinn viðbjóður og við sjáum ekki fram á að komast til ykkar. En við biðjum ykkur aftur um að vera þolinmóð og bíða með flöskurnar ykkar því við munum koma á endanum…það er loforð !! Þau sem VERÐA að losna við sínar flöskur á mánudaginn og VILJA að þetta renni til okkar geta tekið það fram við afhendingu og þá rennur þetta til okkar. Enn og aftur takk fyrir allt. kvennaliðið.“