Ólafur Ragnar Sigurðsson stuðningsmaður ársins 2017

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Undanfarin ár hefur sú hefð skapast samhliða því að veittar eru viðurkenningar fyrir íþróttafólk ársins að stuðningsmaður ársins er útnefndur. Stuðningsmaður ársins 2017 er Ólafur Ragnar Sigurðsson, og óskum við honum til hamingju með nafnbótina jafnframt því sem við þökkum honum kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin.

Eftirfarandi umsögn um Óla var lesin um leið og verðlaunin voru afhent:

„Hann Ólafur mætir á flesta af þeim íþróttaviðburðum sem tengjast UMFG.  Knattspyrna og körfuknattleikur eiga öruggan bandamann í Ólafi og tölum ekki um skákina. Þar er Ólafur eða Óli eins og við þekkjum hann, mættur og tekur virkan þátt. Óli styður við bakið á þeim sem þurfa hvatningu og hvetur íþróttafólkið okkar á jákvæðum nótum.

Íþróttastarf þarf stuðningsmenn eins og Óla.“

 

Stuðningsmenn fyrri ára:

2016Kristólína Þorláksdóttir
2015Guðni og Guðlaugur Gústafssynir