Dósasöfnun meistaraflokks kvenna með breyttu sniði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Hin árlega dósasöfnun meistaraflokks kvenna í körfubolta, sem alla jafna hefur farið fram strax á nýju ári, frestast að þessu sinni vegna veðurs. Þar sem margir munu eflaust vilja losa sig við dósir og flöskur sem söfnuðust upp núna um hátíðirnar vill liðið koma þeirri ábendingu á framfæri að hægt er að láta ágóðann renna beint til þeirra í flöskumóttökunni á mánudaginn. Það eina sem þarf að gera er að láta starfsfólkið vita og peningarnir munu skila sér á réttan stað. 

Við fengum smá skilaboð send frá stelpunum sem við birtum hér:

„Jæja kæru Grindvíkingar. Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott. Við í kvennaliðinu ætluðum að koma í okkar árlegu flöskusöfnun núna á sunnudaginn 7. janúnar en veðrið er verulega að stríða okkur, sem og körfuboltaleikir 🙂 Við komumst ekki EN við erum ekki hættar við, við þurfum bara að fresta þessu og munum nota fyrsta tækifæri til þess að sækja þetta til ykkar. Þessi fjáröflun er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og vonandi eru þið flest til í að leyfa okkur að sækja þetta til ykkar. Við ætlum að reyna að koma um næstu helgi, 13. eða 14. janúar. Ef þið getið beðið eftir okkur væri það frábært. Hinsvegar er það líka þannig að ef þið VERÐIÐ að losna við þetta og LANGAR GRÍÐARLEGA að þetta renni til okkar þá getið sagt því góða fólki sem tekur á móti flöskunum á mánudaginn að þið viljið að þetta renni til kvennaliðsins og þau sjá um að svo verði. Enn og aftur þökkum við fyrir okkur og hlökkum til að sjá ykkur í Mustad-Höllinni á árinu.“

Kvennalið KKD UMFG