Rashad Whack sendur heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Rashad Whack hefur leikið sinn síðasta leik með Grindavík, en þetta staðfesti Jóhann Þór Ólafsson þjálfari liðsins, í samtali við Víkurfréttir. Whack hefur átt nokkra ágæta spretti í vetur en hvorki verið stöðugur né mjög afgerandi sínum leik. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik sem hefur ekki dugað liðinu nógu vel, en Grindavík var spáð í toppbaráttuna fyrir tímabilið en situr í 8. sæti, þegar einn leikur er eftir á þessu ári.

Síðasti leikur ársins er útileikur gegn Þór á Akureyri, og verður liðið því án erlends leikmanns í þeim leik.