Dagana 30. nóvember – 3. desember verða strákarnir í 5. og 6. flokki karla á ferðinni hér í bænum og munu selja kerti frá Heimaey. Salan er liður í fjáröflun fyrir mót komandi sumars. Heimaey er vinnu- og hæfingarstöð og má því segja að hægt sé að slá tvær flugur í einu höggi með því að kaupa kerti af strákunum.
Tökum vel á móti þeim og athugið að þeir verða ekki með posa.