Grindavíkurkonur töpuðu gegn Fjölni í Grafarvoginum á sunnudaginn, en lokatölur urðu 101-85. Aðeins 8 leikmenn voru á skýrslu hjá Grindavík að þessu sinni en yngri leikmenn liðsins voru uppteknir í verkefnum með sínum flokkum. Nýjasti leikmaður liðsins, Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst Grindvíkinga með 25 stig og þjálfarinn Angela Rodriguez kom næst með 24 stig og bætti einnig við 8 fráköstum og 5 stoðsendingum.
Næsti leikur liðsins er í kvöld en þá kemur Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir í heimsókn með ÍR. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Mustad-höllinni.