Það var heldur rýr uppskeran hjá Grindavík í Domino’s deild karla um helgina, en liðið tapaði í Njarðvík á föstudaginn og svo aftur á heimavelli í gær, þá gegn Stjörnunni. Afleitir leikkaflar í báðum leikjum urðu liðinu að falli að þessu sinni. Í þriðja leikhluta gegn Njarðvík skoraði liðið aðeins 14 stig gegn 30 stigum heimamanna. í leiknum í gær var það byrjunin sem var afleit, 8 stig skoruð gegn 22 stigum Stjörnunnar.
Karfan.is var með útsenda sína á báðum leikjum, hér má lesa um leikinn í Njarðvík og hér um leikinn í Mustad-höllinni í gær.