KKÍ tilkynnti í gær 15 manna æfingahóp A-landsliðs kvenna fyrir tvo leiki í undankeppni EM kvenna sem fer fram næsta sumar. Leikirnir núna eru gegn Svartfjallalandi hér heima þann 11. nóvember og gegn Slóvakíu á útivelli þann 15. nóvember. Grindvíkingar eiga einn fulltrúa í hópnum en það er Embla Kristínardóttir.
Leikjaplanið í undankeppni EM, sem fram fer í þrem gluggum fram í nóvember 2018 er eftirfarandi:
11. nóv. 2017 Ísland-Svartfjallaland í Laugardalshöllinni kl. 16:00 Sýndur beint á RÚV
15. nóv. 2017 Slóvakía-Ísland í Ruzomberok, Slóvakíu. Sýndur beint á RÚV2
10. feb. 2018 Bosnía-Ísland. Sýndur beint á RÚV
14. feb. 2018 Svartfjallaland-Ísland. Sýndur beint RÚV2
17. nóv. 2018 Ísland-Slóvakía í Laugardalshöllinni kl. 16:00. Sýndur beint á RÚV
21. nóv. 2018 Ísland-Bosnía í Laugardalshöllinni kl. 19:30. Sýndur beint á RÚV2