Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Töluvert hafði verið fjallað um óvissu með framtíð Óla hjá liðinu í fjölmiðlum en hann og stjórn knattspyrnudeildarinnar náðu saman um helgina eftir góðar viðræður. Það er því ljóst að Óli mun halda áfram að byggja ofan á þann góða árangur sem hann náði með liðið í sumar, en Grindavík endaði í 5. sæti Pepsi-deildarinnar.
Fréttatilkynning knattspyrnudeildarinnar er svohljóðandi:
Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson hefur framlengt samningi sínum við Grindavík til tveggja ára.
Óli Stefán hefur komið að þjálfun Grindavíkur sl.þrjú ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá Tommy Nielsen og síðan sem aðalþjálfari frá haustinu 2015 og verið að gera frábæra hluti með liðið.
Meðf.er mynd að Óla Stefáni ásamt Jónasi Þórhallssyni undirrita tveggja ára samstarfssamning.
Óli Stefán: Náðum saman eftir gott spjall (Fótbolti.net)