Grindvíkingar hafa ráðið til sín erlendan leikmann fyrir komandi tímabil í Domino’s deild karla. Sá heitir Rashad Whack og er skotbakvörður að upplagi. Whack er fæddur árið 1991, er 191 cm á hæð og 91 kg. Whack útskrifaðist frá Mount St. Marys háskólanum árið 2014 og hefur síðan þá spilað í bæði Kanada og Swiss. Whack er þriðji erlendi leikmaðurinn sem Grindavík semur við fyrir þetta tímabil en hinir tveir gugnuðu báðir á verkefninu þegar til kastanna kom.
Þess má til gamans geta að Hollywood leikarinn Martin Lawrence er guðfaðir Rashad og lék hann í myndinni Rebound ásamt guðföður sínum.