Páll Guðmundsson spilaði sinn 100. leik fyrir Þrótt í Vogum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingurinn Páll Guðmundsson lék á dögunum sinn 100. leik fyrir Þrótt í Vogum, en hann er annar leikmaður liðsins frá upphafi sem rýfur 100 leikja múrinn. Páll hefur leikið með Þrótti frá 2013 en hann var einn af fjölmörgum Grindvíkingum sem fylgdi Þorsteini Gunnarssyni til Voga þegar Þorsteinn tók við þjálfun liðsins. 

Á Facebook-síðu Þróttar er talað um að Vogamenn hafi í raun ekkert getað í fótbolta fyrr en Páll kom til liðsins og lyfti leik þess upp á nýtt og hærra plan. Um þá fullyrðingu skal ekki fjölyrt frekar hér en við treystum Þrótturum ágætlega til að meta áhrif Palla á liðið.

Páll í leik með Grindavík hér um árið, en hann lék 27 leiki með Grindavík í efstu deild.