Þorsteinn Finnbogason kom sá og sigraði í Finnlandi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þrátt fyrir að það gangi lítið upp hjá landsliði Íslands í körfubolta á Evrópumótinu í Finnlandi þá er Þorsteinn Finnbogason, aka Togarinn, aka Vélin, leikmaður Grindavíkur, heldur betur að slá í gegn. Þorsteinn er að vísu ekki í liðinu en í hálfleik í leik Íslands og Slóveníu gerði Þorsteinn sér lítið fyrir og vann skotkeppni á milli stuðningsmanna þjóðanna.

Þorsteinn lét rigna fyrir utan þriggjastigalínuna í keppninni, og setti vonandi tóninn fyrir það sem koma skal frá honum í vetur í Domino’s deildinni.

 

Karfan.is greindi frá