Íþróttaskóli UMFG hefst laugardaginn 2. september. Íþróttaskólinn er fyrir börn á leikskólaaldri sem vilja auka hreyfigetu, jafnvægi, styrk, úthald og boltafærni. Salnum er skipt í tvö aldurskipt æfingasvæði. Í öðrum salnum er áhaldahringur þar sem börnin gera ýmsar æfingar og í hinum salnum er notast við bolta og ýmsar þrautir.
Æfingar fara fram í íþróttahúsinu alla laugardaga kl 10:00-10:40 og foreldrar fylgja börnum sínum á æfingum. Námskeiðið stendur yfir í þrjá mánuði og námskeiðsgjald er 5.000 kr. Skráningar fara fram á nóra kerfinu okkar https://umfg.felog.is/
Einnig þarf að senda upplýsingar á netfangið petrunella@grindavik.is (nafn og kt foreldri og barns)
Hlökkum til að sjá ykkur!