Grindavík á toppinn í Pepsi-deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tyllti sér á topp Pepsi-deildarinnar í gær með góðum sigri á KA hér í Grindavík, 2-1. Gestirnir komust yfir snemma í leiknum en Grindvíkingar hættu aldrei að berjast og sækja og uppskáru að launum 3 góð stig. Sigurinn er sérstaklega sætur í ljósi þess hversu laskaður hópurinn er vegna meiðsla. Á sama tíma gerðu Valsmenn jafntefli og deila liðin því toppsætinu, bæði með 21 stig.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði seinna mark Grindavík úr vítaspyrnu, og er því einn markahæstur í deildinni með 10 mörk. Andri brenndi af öðru víti fyrr í leiknum en lét það þó lítið á sig fá og skoraði af öruggi úr seinna vítinu. Fyrra mark Grindavíkur skoraði Marinó Axel Helgason í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild. 

Næsti leikur Grindavíkur er útleikur gegn Fjölni mánudaginn 17. júlí kl. 19:15

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Mörkin úr leiknum á Vísi

Fagnaðarlæti í leikslok

Myndasafn úr leiknum frá Benóný Þórhallssyni

Viðtal við Óla Stefán

Viðtal við Marinó

Viðtal við Andra Rúnar