Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum FH í hörkuleik á Grindavíkurvelli í gær þar sem lokatölur urðu 1-1. Grindvíkingar hafa verið að glíma við töluverð meiðsli í upphafi sumars en þau virtust þó ekki hafa mikil áhrif á leikskipulag liðsins sem ríghélt í þessum leik. FH-ingar komust lítt áfram gegn vel skipulagðri vörn Grindavíkur og sköpuðu sér fá afgerandi færi.
Grindvíkingar beittu baneitruðum skyndisóknum í þessum leik og uppúr einni slíkri skoraði Andri Rúnar Bjarnason sitt 7 mark í deildinni og er hann nú markahæstur í deildinni. Það er ekki loku fyrir það skotið að Andri hafi verið rangstæður þegar hann fékk sendinguna innfyrir vörn FH en línuvörðurinn hélt flagginu þó niðri og Andri skoraði af miklu öryggi. Stundum þarf heppnin líka að vera með manni í liði í boltanum.
Óheppnin var líka með Grindavík þegar dómari leiksins sleppti augljósri hendi á á Doumbia rétt fyrir utan vítateig undir lok fyrrihálfleiks, og svo þegar FH jafnaði leikinn skömmu eftir mark Andra, en Óli Stefán talaði um í viðtali eftir leik að þar hefðu verið tvö brot sem dómarinn sleppti.
Lokaniðurstaðan 1-1 jafntefli og Grindvík búið að taka 8 stig gegn fjórum mjög sterkum liðum, Stjörnunni, KR, Val og FH.
Grindavík er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 7 umferðir, en næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn ÍBV á sunnudaginn kl. 17:00.
Umfjöllun fótbolta.net um leikinn
Myndasafn eftir Benóný Þórhallsson á fótbolta.net
Viðtöl við Óla Stefán og Gunnar Þorsteinsson eftir leik: