Landsliðsfólkið þau Martin Hermansson og Hildur Björg Kjartansdóttir koma í heimsókn á sumaræfingar körfuboltans í Grindavík í dag, fimmtudaginn 15. júní. Þau ferðast um landið í sumar og heimsækja félögin sem eru að standa fyrir sumaræfingum.
Martin Hermannsson er orðinn einn allra besti körfuboltamaður sem þjóðin á. Martin spilaði sitt fyrsta tímabil í atvinnumennskunni í vetur í Frakklandi og stóð sig stórkostlega og það verður gaman að sjá hvar drengurinn kemur til með að spila næsta vetur. Hildur Björg er lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu. Hildur Björg hefur verið að spila í háskóla í Bandaríkjunum og staðið sig vel. Hildur Björg er á leiðinni aftur í Domino’s deild kvenna og kemur til með að leika með Breiðablik í vetur.
Þau byrja á því að koma í körfuboltaskóla körfuknattleiksdeildarinnar fyrir 1. – 6. bekk, Þau verða síðan á opinni sumaræfingu kl 18:00. Við hvetjum alla okkar iðkendur til þess að mæta á æfinguna og læra af þeim bestu í íslenska boltanum í dag.