Grindvíkingurinn og varnarmaðurinn knái, Daníel Leó Grétarsson, skrifaði á dögunum undir nýjan samning við lið sitt, Álasund FK. Daníel hefur leikið með liðinu í norsku úrvalsdeildinni frá sumrinu 2015 og er því á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hann hefur verið fastamaður í liðinu í ár þar sem hann hefur leikið 11 af 12 leikjum liðsins. Daníel á að baki landsleiki með U19 og U21 árs landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleik gegn Mexíkó í febrúar.
Daníel Leó Grétarsson hefur framlengt samning sinn við Álasund í Noregi.
Daníel hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning sem gildir til ársins 2020.
Hinn 21 árs gamli Daníel er uppalinn hjá Grindavík en hann er nú á sínu þriðja tímabili í Noregi.
Daníel hefur verið fastamaður í liði Álasund á þessu tímabili í stöðu miðvarðar.
Vegna meiðsla hefur hann einnig leyst vinstri bakvörðinn og spilað aftarlega á miðjunni eins og hann hefur áður gert á ferlinum.
Álasund hefur byrjað vel í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en liðið er í 5. sæti eftir tólf umferðir.