Grindvíkingar geta nú einbeitt sér af fullum krafti að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla en þeir töpuðu í gær fyrir Leikni á útivelli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarins. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigur í venjulegum leiktíma en staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Staðan var óbreytt eftir 120 mínútur og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.
Þar var heppnin með Leiknismönnum en Eyjólfur Tómasson markvörður þeirra varði tvær spyrnur.
Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Sam Hewson (‘120, víti)
1-1 Ragnar Leósson (‘120, víti)
1-2 Björn Berg Bryde (‘120, víti)
2-2 Ósvald Jarl Traustason (‘120, víti)
2-2 Alexander Veigar Þórarinsson (‘120, misnotað víti)
2-2 Kristján Páll Jónsson (‘120, misnotað víti)
2-3 Gunnar Þorsteinsson (‘120, víti)
3-3 Daði Bærings Halldórsson (‘120, víti)
3-4 Matthías Örn Friðriksson (‘120)
4-4 Aron Fuego Daníelsson (‘120, víti)
4-4 Jón Ingason (‘120, misnotað víti)
5-5 Skúli E. Kristjánsson Sigurz (‘120, víti)
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Næsti leikur Grindavíkur er útileikur gegn KR á mánudaginn.