Laugardagskvöldið 20. maí mun sunddeild UMFG standa fyrir kótilettukvöldi í Gjánni, frá kl. 18:00-20:00. Boðið verður uppá kótilettur í raspi eins og amma gerði þær. Meðlætið er í boði Issa. Verðið er aðeins 4. 000 kr. á mann. Einnig verður boðið upp á heimsendingar. Einn skammtur er 5 stk kótilettur brúnaðarkartöflur grænarbaunir, rauðkál, smá feiti og rabbarasulta. Gos verður í boði í Gjánni en ekki í heimsendingum.
Hægt er að panta í símum hjá eftirfarandi aðilum:
Magnús Már 788-4414
Álfheiður 868-8714
Þröstur 858-7127
Guðmundur 893-6353
Myndina með þessari frétt fengum við að láni hjá Nönnu Rögnvalds, matgæðingi með meiru – kvennabladid.is