Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarins eftir frábæran 7-1 sigur á Völsungum í gær. Grindavík lék upp í stífan vindinn í fyrri hálfleik en það virtist þó ekki skipta máli þar sem strákarnir settu 3 mörk í fyrri hálfleik. Þeir bættu svo við fjórum til viðbótar í seinni hálfleik. Markaskorarar Grindavíkur voru William Daniels sem skoraði 4 mörk og Sam Hewson setti þrennu.
Fjórir ungir leikmenn fengu sénsinn í þessu leik en í skýrslu fótbolta.net um leikinn segir: “Fjórir leikmenn voru að spila sína fyrstu leiki og þrír þeirra eru fæddir árið 2000. Sigurjón Rúnarsson spilaði allan leikinn og stóð hann sig með mikilli prýði. Dagur Ingi kom ákaflega ferskur inn á í síðari hálfleik og Ingi Steinn og Adam Frank skiluðu sínu. Verður gaman að fylgjast með þessum strákum í framtíðinni.”
Viðtal við Óla Stefán eftir leik: