Stelpurnar fengu skell heima gegn ÍBV

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur áttu ekki sinn besta dag í gær þegar þær tóku á móti ÍBV, en lokatölur leiksins urðu 0-4. Erlendir leikmenn liðsins sem dregið hafa vagninn framan af móti áttu erfitt uppdráttar og sáust varla á löngum köflum. Thaisa Moreno var ekki í leikmannahópnum í gær vegna meiðsla en hún hefur verið einn besti leikmaður liðsins og virtist liðið sakna krafta hennar mjög.

Eftir þennan leik er Grindavík í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna, með tvo sigra og tvö töp. Næsti leikur er útileikur gegn Íslandsmeistarum Stjörnunnar á laugardaginn, en Stjarnan situr í 2. sæti deildarinnar með 10 stig.

Viðtal við Róbert eftir leik:

Umfjöllun og textalýsing fótbolta.net

Mynd úr myndasafni Vf.is