Eftir ágætis byrjun á tímabilinu var Grindvíkingum kippt harkalega niður á jörðina í gær þegar þeir steinlágu heima gegn Víkingum frá Ólafsvík, 1-3. Grindvík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en náði þó ekki að setja mark en Víkingar opnuðu seinni hálfleikinn með látum og komust fljótt í 0-2. Juan Manuel Ortiz Jimenez minnkaði muninn í uppbótartíma en hann var að leika sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir meiðsli.
Eftir þessi úrslit er Grindavík í 6. sæti deildarinnar með 4 stig eftir 3 leiki. Næsti deildarleikur Grindavíkur er útileikur gegn ÍA mánudaginn 22. maí en liðið mætir Völsungi hér í Grindavík í miðvikudaginn í Borgunarbikarnum.
Umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net
Viðtal við Óla Stefán eftir leik: