Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG fór fram síðastliðið föstudagskvöld með miklum glæsibrag í Gjánni. Sjálfur Gummi Ben stýrði veisluhöldum eins og honum einum er lagið og boðið var upp á dýrindis mat frá höllu. Veittar voru viðurkenningar til leikmanna meistaraflokka karla og kvenna og nokkrar þar fyrir utan.
Á myndinni hér að ofan eru þau Petrúnella Skúladóttir, sem fékk viðurkenningu fyrir gott starf fyrir félagið, Guðmundur Bragason sem fékk blómvönd í tilefni fimmtugsafmælis síns, Ómar Sævarsson og Þorleifur Ólafsson fengu einnig viðurkenningar fyrir starf sitt fyrir félagið, Ólafur Ólafsson viðurkenningu fyrir að vera valinn í úrvalslið KKÍ og Jóhann Þór Ólafsson fyrir að vera valinn þjálfari ársins af KKÍ.
Hjá meistaraflokki karla voru verðlaunahafar eftirfarandi, frá vinstri á mynd: Bestur í úrslitakeppninni – Dagur Kár Jónsson, efnilegasti leikmaður – Ingvi Þór Guðmundsson, mestu framfarir – Þorsteinn Finnbogason og mikilvægasti leikmaður – Ólafur Ólafsson.
Hjá meistaraflokki kvenna voru verðlaunahafar eftirfarandi, frá vinstri á mynd: Besti leikmaður – Ingunn Embla Kristínardóttir, mikilvægasti leikmaður – Íris Sverrisdóttir og efnilegasti leikmaður – Ólöf Rún Óladóttir.
Við óskum verðlaunahöfunum til hamingju með nafnbæturnar og Grindvíkingum öllum til hamingju með árangurinn á tímabilinu sem var að líða.
Áfram Grindavík!