Dröfn Einarsdóttir, leikmaður Grindavíkur í meistaraflokki kvenna, hefur verið valin í U19 ára landsliðið sem mætir Ungverjum í tveimur vináttulandsleikjum 11. og 13. apríl. Dröfn, sem fædd er árið 1999, er ein allra efnilegasta knattspyrnukona Grindavíkur en hún á 15 leiki að baki með U17 landsliðinu og hefur þegar leikir 4 leiki fyrir U19 ára liðið.