Fyrsta mót ársins hjá Golfklúbbi Grindavíkur verður haldið laugardaginn 1. apríl. Í tilefni dagsins verður spilað með Texas Scramble fyrirkomulagi.
Deilt verður í samanlagða forgjöf kylfinga með 5, þó geta lið EKKI fengið hærri forgjöf en sem nemur 1. lægra en forgjafarlægri kylfingurinn í viðkomandi liði.
Verð í mótið er einungis 3000 kr. pr. mann.
RÆST VERÐUR ÚT SAMTÍMIS AF ÖLLUM TEIGUM KL. 11:00.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú bestu skorin, lengsta teighögg á 11. braut og svo verða nándarverðlaun á 18. holu.
Pláss verður fyrir 92 kylfinga í mótinu. Rástímaskráning er eingöngu til að raða í holl.