Úrslitakeppnin í Domino’s deild karla hefst hjá okkur Grindvíkingum í kvöld þegar nágrannar okkar í Þór frá Þorlákshöfn koma í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15 en til að hita upp fyrir leikinn ætlar stuðningsmenn að grilla hamborgara í Gjánni frá 17:30 og keyra upp gula og glaða stemmingu. Mætum öll og styðjum okkar menn til sigurs!
Körfuknattleiksdeildin sendi í loftið ákall til stuðningsmanna á Facebook:
,,ERTU TILBÚIN GRINDAVÍK !!! Úrslitakeppnin hefst með látum í kvöld kl 19:15 hjá okkur Grindvíkingum og nú er ekkert mehe eða kjaftaæði sem í boði er !! Þórsarar frá Þorlákshöfn mæta grænir, glaðir og háværir. Það er bara ein leið til þess að taka á móti því. Gulir, glaðir og háværari. Við vitum um hvað þetta snýst og nú tökum við hanskana af höndunum því heðan í frá eru engin vettlingatök í boði. Það er bara þannig.Verjum okkar heimavöll og styðjum liðið áfram. Úrslitakeppni og vor í hjarta. Bara gaman. Minnum á hamborgarana í Gjánni frá kl 17:30 sem verður hægt að skola niður með þar til gerðum drykkjum. Áfram Grindavík !!!!”