Grindvíkingurinn Óli Baldur Bjarnason mun ekki verða meðal leikmanna Grindavíkur í Pepsi-deildinni í sumar. Óli hefur undanfarin ár verið að gera góða hluti sem einkaþjálfari og hefur ákveðið að einbeita sér af fullum krafti á því sviði, en Óli er nú kominn inn í þjálfarateymi liðsins sem styrktarþjálfari.
Fótbolti.net greindi frá breytingum:
Óli Baldur hættir að spila með Grindavík – Verður styrktarþjálfari
Óli Baldur Bjarnason hefur ákveðið að hætta að leika með Grindavík eftir að hafa leikið með meistaraflokki liðsins undanfarin átta ár.
Hinn 27 ára gamli Óli Baldur verður þó áfram í kringum lið Grindavíkur í Pepsi-deildinni í sumar því hann er orðinn styrktarþjálfari þess.
„Óli Baldur er kominn á fullt í einkaþjálfun og er búinn að vera að læra nuddarann. Hann ákvað sökum anna að hætta með okkur og kemur inn í þjálfarateymið sem styrktarþjálfari og nuddari,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur við Fótbolta.net í dag.
„Það er mikill missir af honum sem leikmanni enda mikill Grindvíkingur en að sama skapi frábær fengur að fá hann inn sem styrktarþjálfara en hann hefur getið af sér mjög gott orð á þeim vettvangi.”
Óli Baldur er sóknar og kantmaður en hann skoraði 22 mörk í 170 deildar og bikarleikjum með Grindavík.
Í fyrra skoraði hann eitt mark í fimmtán leikjum þegar liðið fór upp úr Pepsi-deildinni.
Þá er ekki ljóst hversu mikið Úlfar Hrafn Pálsson verður með Grindavík í sumar eftir að hann sleit krossband í fyrra.
„Úlfar er að á fullu að jafna sig eftir slæm krossbandaslit en hann er á góðri leið og það kemur fljótlega í ljós hvernig tímabilið lítur út fyrir hann. Úlfar er leikmaður Grindavíkur og við búumst við honum sterkum til baka,” sagði Óli Stefán.