Knattspyrnuskóli UMFG og Jóa útherja var helgina 17.-19.febrúar og mættu 130 iðkendur víðs vegar að frá landinu. Skólinn hefur notið mikilla vinsælla og hefur fest sig í sessi um ókomna tíð. Mikið var lagt í skólann varðandi þjálfara/fyrirlesara. Meistarakokkurinn Bjarni Óla sá um að fæða hópinn en hann hefur séð um matinn öll árin sem skólinn hefur verið starfræktur.
Meðal þeirra sem knattspyrnudeildin fékk til að koma var Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en honum var tíðrætt um hversu öflugt starf fer fram undir merkjum knattspyrnudeildar. Knattspyrnuskólinn er orðinn eitt af stærri verkefnum deildarinnar og svona stór viðburður gengi ekki upp nema með dyggri aðstoð foreldra og sjálfboðaliða sem stóðu vaktina alla helgina.
Knattspyrnudeildin þakkar iðkendum, þjálfurum, fyrirlesurum, Bjarna Óla, foreldrum og öllum þeim sem komu að knattspyrnuskóla UMFG og Jóa útherja 2017.
Hlökkum til að sjá alla að ári liðnu.
Fh. Knattspyrnudeildar Grindavíkur
Ægir V og Óli Stefán.