Grindavík prúðasta lið Inkasso-deildarinnar 2016

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Á nýliðnu ársþingi KSÍ sem haldið var í Vestmannaeyjum fékk Grindavík Drago styttu en stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna. Þessi viðurkenning er skemmtileg rós í hnappagat liðsins og góður lokapunktur hið frábæra sumar sem liðið átti í fyrra.

 

Mynd: Víkurfréttir