Það bætist hratt í hópinn hjá stelpunum fyrir komandi sumar í Pepsi-deild kvenna en í gær tilkynnti knattspyrnudeildin að gengið hefði verið frá samningum við þær Thaisa de Moraes Rosa Moreno og Rilany Aguiar da Silva en þær stöllur reynslumiklir leikmenn og eru báðar ættaðar frá Brasilíu. Þær vinkonur hafa meðal annars spilað með Tyresjö FF í Svíþjóð árið 2014 og fóru með liðinu í úrslitaleik meistaradeildarinnar.
Thaisa er fædd árið 1988. Hún spilar sem miðjumaður og hefur spilað 29 landsleiki fyrir Brasilíu.
Rilany Aguiar da Silva er fædd árið 1986. Rilany er vængmaður og hefur spilað þrjá landsleiki fyrir Brasilíu.
Á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar segir: „Það er nokkuð ljóst að framundan er spennandi tímar á vellinum í sumar, stelpurnar okkar eru nú að þétta hópinn og stilla saman strengi á undirbúningstímabilinu sem nú stendur yfir, hlökkum mikið til að hefja sumarið og fylla stúkuna.“