Meistaraflokkar kvenna heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi sumar í Pepsi-deildinni. Carolina Ana Trindade Coruche Mendes er mætt til Grindavíkur en Carolina er landsliðskona frá Portúgal og hefur spilað 35 landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Hún er miðjumaður/framherji og spilaði síðast með Djurgården í Svíþjóð, en þar áður í Rússlandi og á Ítalíu.
Carolina spilaði sinn fyrst leik fyrir Grindavík gegn Augnabliki í Fífunni í gær og opnaði markareikninginn sinn strax í 3-0 sigri Grindavíkur.