Linda Eshun tryggði Ghana brons í Afríkubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Linda Es­hun, leikmaður Grinda­vík­ur er einnig landsliðskona hjá Ghana. Hún spilaði með landsliðinu í Afríkubikarnum fyrr í desember og er skemmst frá því að segja að hún tryggði liðinu bronsið á mótinu með því að skora sigurmarkið í 1-0 sigri á S-Afríku. Linda var öflug í liði Grindavíkur í sumar en hún skoraði 6 mörk í 14 leikjum og var valin besti leikmaður liðsins á lokahófinu.

Fótbolti.net greindi frá:

„Linda Es­hun, leikmaður Grinda­vík­ur, skoraði sig­ur­mark Gana í dag [2. desember] er liðið sigraði Suður-Afr­íku 1-0, í úr­slita­leikn­um um bronsverðlaun­in í Afr­íku­bik­ar kvenna.

Es­hun skoraði mark á 49. mín­útu leiks­ins og það reyndist nóg til þess að tryggja sigur í leiknum og bronsverðlaunin um leið.

Eshun spilaði vel fyrir Grindavík í sumar, en hún gerði sex mörk í 14 leikjum í 1. deild kvenna. Hún spilaði áður með Víkingi Ólafsvík í eitt tímabil.

Hún er ekki eini leikmaður Gana sem spilar hér á landi því Janet Egy­ir og Samira Su­lem­an, leikmenn Víkings Ó. spila einnig með liðinu.“