Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG endurnýjaði samninga við tvo lykilleikmenn síðastliðinn föstudag en þá skrifuðu þær Emma Higgins og Lauren Brennan undir nýja samninga og leika því með liðinu í Pepsi-deildinni að ári.
Emma Higgins kom fyrst til Grindavíkur sumarið 2010 og hefur leikið 93 leiki á Íslandi, 86 þeirra með Grindavík, en hún lék með KR sumarið 2012. Hún er einnig landsliðsmarkvörður N-Írlands og á að baki 53 landsleiki.
Lauren Brennan, sem einnig er frá N-Írlandi, kom til Grindavíkur í vor, en hún er fædd árið 1995. Lauren lék 21 leik með Grindavík í deild og bikar og skoraði í þeim 11 mörk.