Sjö ungir og efnilegir leikmenn undirrituðu samninga við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu í Grindavík um helgina. Allar eru stelpurnar uppaldar hjá Grindavík og bíður þeirra mikil áskorun í sumar þar sem liðið leikur á ný í efstu deild eftir langt hlé.
Leikmennirnir sem skrifuðu undir voru: Áslaug Gyða Birgisdóttir, Dröfn Einarsdóttir, Guðný Eva Birgisdóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir, Ísabel Jasmin Almarsdóttir, Ragnhildur Nína Albertsdóttir og Svava lind Kristjánsdóttir.