Dominos-deild kvenna hófst í gær og tóku okkar konur á móti Haukum í sínum fyrsta leik. Lið Hauka er vart svipur hjá sjón frá síðasta tímabili, en sterkustu leikmenn liðsins eru farnir annað eða í barneignarleyfi. Haukum er því 7. og næst neðsta sætinu í ár en Grindavík því 3. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað, staðan 18-16 eftir fyrsta leikhluta, en Grindavík gerði í raun útum leikinn í 2. leikhluta með 15-0 áhlaupi og vann leikhlutann 30-4.
Lið Grindavíkur hefur tekið nokkrum breytingum frá síðasta tímabili. Þær Björg og Helga Einarsdættur hafa báðar lagt skóna á hilluna að minnsta kosti tímabundið og þá er einnig óvíst með þátttöku Lilju Óskar Sigmarsdóttur í vetur. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er einnig horfin á braut en hún leikur með sínu heimaliði Skallagrími í vetur. Á móti kemur að Maja Ben Erlingsdóttir er aftur komin á fulla ferð eftir barneignarleyfi og þá gekk Lovísa Falsdóttir einnig til liðs við Grindavík en hún spilaði ekkert í fyrra vegna anna í flugnámi sínu.
Breydd leikmannahóps Grindavíkur hefur verið gerð að umtalsefni í aðdraganda mótsins en í leiknum í gær fengu allir leikmenn liðsins, ungir sem aldnir, ófáar mínútur og söfnuðu yngri leikmenn þar vel í reynslubankann. Eftir einstefnu í 2. leikhluta var sigurinn í raun aldrei í hættu. Stigaskorið dreifðist nokkuð jafn en þær Ingunn Embla og Ingibjörg voru stigahæstar með 15 stig. Ingunn var einnig með langhæsta +/- skorið, +34.