Til stendur að bjóða uppá annað námskeið í skvísuleikfimi í Gym Heilsu ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur, tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og fimmtudögum klukkan 19:45-20:45 (ATH breytta daga en áður). Áætlað er að námskeiðið hefjist mánudaginn 3. október. Umsjón með námskeiðinu hefur Birgitta Káradóttir.
– Fjölbreyttir tímar í skemmtilegum félagsskap –
Gjald fyrir námskeiðið er 6.000kr og greiðist beint til þjálfara – þáttakendur þurfa að eiga gilt kort í Gym Heilsu.
Með því að eiga kort er líka hægt að sækja opna tíma samkvæmt gildandi stundatöflu.
Skráning og upplýsingar eru hjá Birgittu í síma 6948529, í tölvupósti birgitta.karadottir@gmail.com eða í skilaboðum á Facebook.