Grindavík sigraði toppslaginn – 6 stiga forskot á Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík lagði granna sína frá Keflavík í toppslag Inkasso-deildarinnar í gær en fyrir leikinn munaði aðeins 3 stigum á liðunum sem sátu í 2. og 3. sæti. Mjög góð mæting var á Grindavíkurvöll og hefur stúkan ekki verið jafn þétt setin lengi. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur þar sem Keflvíkingar voru öllu hættulegri í sínum aðgerðum. Þeir vildu fá víti snemma í leiknum en dómari leiksins, Guðmundur Ársæll Guðmundsson, var ekki sammála. Markalaust í hálfleik og Grindvíkingar sennilega bara nokkuð sáttir.

Grindvíkingar komust betur inn í leikinn í seinni hálfleik og um leið færðist nokkur harka í leikinn, en alls fóru 7 gul spjöld á loft í gær. Fyrri hálfleikur var eiginlega hálfgerður skallatennis á köflum með löngum spyrnum fram og aftur völlinn en um leið og Grindavík fór að spila boltanum betur sín á milli fóru færin að koma og oft skapaðist hætta upp við mark Keflvíkinga. Það var svo á 70. mínútu sem ísinn brotnaði þegar Gunnar Þorsteinsson skoraði laglegt mark af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Olivera. 

Þetta reyndist eina mark leiksins og Grindvíkingar því með 6 stiga forskot á Keflavík og áfram aðeins 1 stigi á eftir KA. Grindvíkingar fögnuðu ákaf í leikslok eins og sjá má í þessu myndbandi frá Víkurfréttum.

Viðtal við Óla Stefán frá Fótbolta.net

Viðtal við Gunnar Þorsteinsson frá Fótbolta.net