Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Björn Steinar Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu 2ja ára. Bjössi einsog hann er alltaf kallaður, hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu ásamt því að spila með meistaraflokk karla í mörg ár. Bjössi er að stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari meistaraflokks en hann aðstoðaði Jóa með karlaliðið á síðasta tímabili.
Þá er einnig gleðiefni að María Ben Erlingsdóttir hefur skrifað undir 2ja ára samning eftir að hafa verið í pásu frá körfuknattleiksiðkun vegna barneigna. María er þekkt stærð í körfuboltanum á Íslandi og mun hún styrkja liðið til muna. María var með 12.4 stig og 5.2 fráköst að meðaltali tímabilið 2014-2015 en hún þurfti frá að hverfa þegar stutt var eftir af tímabilinu vegna barneigna einsog áður sagði.
Þær Ingibjörg Jakobsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Hrund Skúladóttir og Jeanne Sicat hafa einnig framlengt við félagið og munu spila með okkur áfram. Þær skrifuðu allar undir 2 ára framlengingu nema Petrúnella sem framlengdi um 1 ár.
Að lokum viljum við þakka þeim Sigrúnu Sjöfn, Björgu Einarsdóttur og Helgu Einarsdóttur fyrir síðasta tímabil en þær hafa ákveðið að róa á önnur mið.
Við erum orðin gríðarlega spennt fyrir komandi tímabili og ættlum við okkur að berjast á toppnum á öllum vígstöðum einsog alltaf!
Áfram Grindavík!
F.h.KKD UMFG
Lórenz Óli Ólason, formaður